19:00
{mosimage}
(Bosh og félagar freista þess að jafna metin í nótt)
Þrír leikir fara fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Toronto Raptors og New Jersey Nets sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 23:00. New Jersey leiðir einvígið 1-0 eftir 96-91 sigur í fyrsta leik.
Þá mætast meistarar Miami Heat og Chicago Bulls í öðrum leiknum en Bulls leiða einvígið 1-0. LA Lakers og Phoenix Suns mætast í þriðja leik kvöldsins þar sem Steve Nash og félagar í Suns hafa 1-0 forystu.