spot_img
HomeFréttirNBA TV: Bulls unnu síðast í Phoenix fyrir rúmum 10 árum

NBA TV: Bulls unnu síðast í Phoenix fyrir rúmum 10 árum

17:27 

{mosimage}

 

 

Níu leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og kl. 01:00 eftir miðnætti verður viðureign Phoenix Suns og Chicago Bulls sýnd í beinni útsendingu á NBA TV. Bulls hafa ekki unnið leik á heimavelli Suns í hartnær 10 ár. Suns hafa verið nánast óstöðvandi í vetur með 39 sigra og 11 töp. Síðast þegar Bulls lönduðu sigri gerði besta tvíeyki sögunnar samanlagt 74 stig en það voru vitaskuld þeir Scottie Pippen og Michael Jordan. Þetta gerðist þann 20. nóvember árið 1996 og hafði Bulls betur í leiknum 113-99. Bulls hafa aðeins unnið átta af 25 útileikjum sínum í vetur og urðu á föstudag að sætta sig við naumt tap 123-121 gegn Golden State Warriors. Tekst Bulls í kvöld að kveða niður rúmlega 10 ára gamla grýlu? Fylgist með á NBA TV!

  

Aðrir leikir næturinnar:

 

Portland Trail Blazers-Washington Wizards

San Antonio Spurs-Miami Heat

LA Clippers-Indiana Pacers

Boston Celtics-Minnesota Timberwolves

Dallas Mavericks-Philadelphia 76ers

Atlanta Hawks-Golden State Warriors

Seattle Supersonics-Sacramento Kings

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -