spot_img
HomeFréttirNBA: Tim Duncan vikið af velli

NBA: Tim Duncan vikið af velli

10:45

{mosimage}

Tim Duncan var hent út úr húsi í nótt þegar San Antonio lék við Dallas. Duncan fékk tvær tæknivillur með mínútu millibili og sú seinni kom þegar hann sat á bekknum.

Þá fyrstu fékk hann eftir að hafa verið ósáttur við sóknarvillu sem var dæmd á hann. Í kjölfarið var honum kippt útaf. 1:16 mínútu seinna hló hann að dómi sem var dæmdur á San Antonio, dómurum leiksins fannst þetta ekki sniðugt og dæmdu á hann tæknivillu. Svipurinn á Duncan breyttist fljótt og glottið sem hann var með varð að reiðisvip er hann yfirgaf húsið ósáttur.

Dallas vann leikinn 91-86 þar sem San Antonio voru algjörlega getulausir síðustu mínúturnar, þeir skoruðu ekki körfu utan að velli síðustu 6:32 mínúturnar, hittu ekki úr 9 skotum í röð og skoruðu ekki stig síðustu 4:17 mínúturnar.

Tapið þýðir að San Antonio verður í 3. sæti í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -