11:34
{mosimage}
San Antonio vann Denver í nótt með 11 stigum 102-91. Tim Duncan snéri á ný til leiks en hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla. Duncan skoraði aðeins átta stig í leiknum en hann er að jafna sig og því lék hann aðeins 20 mínútur í leiknum.
Meistararnir léku einnig án Tony Parker sem er að jafna sig eftir að hafa snúið sig á ökkla. Stigahæstir í sigri San Antonio voru þeir Michael Finley og Fabricio Oberto með 21 stig hvor. Hjá Denver var Allen Iverson með 30 stig en liðið lék án Kenyon Martin sem var í banni.
Úrslit:
Washington-Sacramento 92-79
Atlanta-Charlotte 93-84
Orlando-Memphis 119-123
New York-New Jersey 94-86
Miami-Indiana 103-106
Cleveland-Philadelpiha 86-92
New Orleans-Phoenix 101-98
Milwaukee-Minnesota 95-92
Houston-Dallas 83-96
San Antonio-Denver 102-91
Utah-Seattle 96-75
Mynd: AP