12:42
{mosimage}
Eftir að forráðamönnum Phoenix tókst ekki að landa Kevin Garnett hafa þeir beint spjótum sínum að Grant Hill, leikmanni Orlando. Hill er að klára sjö ára samning við Orlando þar sem hann fékk $92 milljónir. Þar sem að launareikningur Phoenix verður einn sá stærsti í NBA á næsta vetri munu þeir aðeins bjóða honum lágmarkslaun fyrir leikmann með hans reynslu sem er um $1.2 milljónir. Þeir geta hins vegar boðið honum séns á að vinna titil.
Detroit, San Antonio og Toronto eru einnig á eftir honum.
Hill er sagður vilja fara til Phoenix en Detroit komi einnig sterkir inn. Þó er óvíst hvort hann fari frá Orlando en hann átti í miklum vandræðum með meiðsli þau sjö ár sem hann lék í Flórida og hann vilji sýna sitt besta áður en hann yfirgefur félagið. Eitt er víst að ef Hill heldur heilsu er hann með betri leikmönnum NBA.
Grant Hill hefur aldrei verið í liði sem hefur komist upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því er ekki ólíklegt að hann fari til liðs sem á alvöru möguleika á titlinum.
Hann lék 65 leiki í fyrra og skoraði 14.4 stig.