spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaNBA stjarna til liðs við Elvar Már í Grikklandi

NBA stjarna til liðs við Elvar Már í Grikklandi

Elvari Már Friðrikssyni og félögum í PAOK hefur borist liðsstyrkur fyrir síðasta hluta tímabilsins í Grikklandi, en samkvæmt Shams Charania á The Athletic hefur liðið samið við Kevin Porter Jr.

Kevin er 24 ára bandarískur bakvörður sem á NBA feril sínum hefur leikið fyrir Cleveland Cavaliers og Houston Rockets, en á síðasta tímabili með Rockets var hann að skila 19 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Frá því að hann var valinn inn í NBA deildina í nýliðavali ársins 2019 hefur ferill hans í deildinni þó verið litaður af hegðun hans utan vallar. Þar sem að Rockets sendu hann frá sér til Oklahoma fyrir yfirstandandi tímabil, en Thunder leystu hann svo undan samningi eftir að hann var handtekinn og kærður fyrir ofbeldi gagnvart kærustu sinni í október síðastliðnum. Kevin gekkst við þeim ásökunum nú í janúar og gerði í kjölfarið samning um refisngu sína, þar sem hann þurfti ekki að fara í fangelsi, en borga sekt og sækja námskeið í reiðistjórnun.

Fréttir
- Auglýsing -