spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 9. sæti - Charlotte Hornets - meira af því sama?

NBA Spáin: 9. sæti – Charlotte Hornets – meira af því sama?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Charlotte Hornets

Heimavöllur: Spectrum Center
Þjálfari: James Borrego

Helstu komur: Tony Parker, Miles Bridges, Bismack Byombo.
Helstu Brottfarir: Michael Carter-Williams

 

Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að lið Charlotte Hornets sé ekki beint skemmtilegasta og áhugaverðasta liðið í deildinni. Það verður engin stór breyting á því í ár. Samt sem áður eru Hornets ágætlega mannaðir og ættu að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Nýr þjálfari liðsins, James Borrego er mættur á svæðið og nær vonandi að hrista aðeins upp í þessu.

Styrkleikar liðsins felast aðallega í þeirra langbesta leikmanni, Kemba Walker. Walker getur vel brotið upp varnir með sinni frábæru boltameðferð og er ágætur í að finna félaga sína líka. Tilkoma Tony Parker mun líka þýða meiri breidd í leikstjórnandastöðuna hjá liðinu. Nicolas Batum er fínn leikmaður sem átti ekki gott tímabil í fyrra og undirritaður er yfirlýstur stuðningsmaður betri Zeller bróðursins.

Veikleikar liðsins Eru lítil breidd og oftar en ekki fyrirsjáanlegur sóknarleikur. En aðallega felast veikleikarnir í liði sem hefur ekki neina leið til þess að færa sig mikið upp. Eru mjög miðlungs í öllum sínum aðgerðum á báðum endum vallarins.

 

Fylgstu með: Miles Bridges. Spennandi nýliði sem hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu.

 

Spáin: 40 – 42. 9. Sæti í Austurdeildinni

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers

Fréttir
- Auglýsing -