spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 7. sæti - Miami Heat - Kemur Butler?

NBA Spáin: 7. sæti – Miami Heat – Kemur Butler?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Miami Heat

 

Heimavöllur: American Airlines Arena
Þjálfari: Eric Spoelstra

Helstu komur: Ekkert að frétta
Helstu Brottfarir: Ekkert að frétta

 

Miami Heat hafa verið fremstir í flokki í að reyna að næla sér í Jimmy Butler. Þangað til það gerist, sem er alls ekki öruggt virðist svo vera að þeir ætli að mæta með nákvæmlega sama lið til leiks og þeir kláruðu tímabilið með í fyrra. Ekkert að því þannig séð, en ekki beint rífandi spennandi.

Styrkleikar liðsins felast í frábærum þjálfara, Eric Spoelstra sem kann aldeilis að vinna leiki, og kann á hopinn sem þeir eru með. Þetta lið hefur yfir gríðarlegum líkamlegum styrk að ráð með leikmenn eins og James Johnson, Justice Winslow og Hassan Whiteside sem eru engir kettlingar. Goran Dragic er flottur leikstjórnandi sem kann leikinn mjög vel og Josh Richardsson mun halda áfram að bæta sig. Liðið var top 10 varnarlið í fyrra og ættu að halda uppteknum hætti. Svo er alltaf spurning hvað hinn óútreiknanlegi Dion Waiters gerir.

Veikleikar liðsins liggja sóknarlega. Sóknarleikurinn, sem var númer 20 í fyrra í deildinni er ekki líklegur til þess að batna mikið. Skyttur liðsins eru miðlungs, og hversu margar mínútur mun gamla brýnið Dwyane Wade spila? Hassan Whiteside var líka með vesen í fyrra, mun hann hætta því eða mun liðið þurfa að skipta honum frá sér? Svo er alltaf spurning hvað hinn óútreiknanlegi Dion Waiters gerir.

 

Fylgstu með: Justice Winslow. Þetta verður hans tímabil spáum við. Ef Miami ætlar að bæta sig mikið þá verður það að koma frá honum. 

Spáin: 43 – 39: 7. Sæti í Austurdeildinni

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons

Fréttir
- Auglýsing -