Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019
Chicago Bulls
Heimavöllur: United Center
Þjálfari: Fred Hoiberg
Helstu komur: Wendell Carter, Jabari Parker
Helstu Brottfarir: David Nwaba
Chicago Bulls koma inn í þetta ár aðeins öðruvísi en í fyrra. Undirritaður sér þá allavega ekki reyna að tanka. Þá er bara eitt annað í stöðunni og það er að reyna að vinna fleiri leiki en í fyrra. Það mun þó reynast þrautin þyngri að vinna mikið af leikjum með þennan unga og óreynda mannskap. Fred Hoiberg er áfram þjálfari liðsins þrátt fyrir litla bætingu á spilamennskunni.
Styrkleikar liðsins Eru þeir að liðið er ungt og ætti að geta skorað. Lauri Markkanen, Jabari Parker og Zach LaVine geta allir sett boltann ofan í körfuna. Sumir þeirra reyndar með meiri skilvirkni en hinir. Það verður sennilega spilað hratt og geta þá Bulls menn vænst til þess að liðið skori talsvert af stigum.
Veikleikar liðsins eru varnarleikurinn. Hann verður sennilega alveg skelfilegur þar sem bestu skorarar liðsins og þeir sem munu spila flestar mínúturnar eru einfaldlega daprir varnarmenn. Undirritaður er svo ekki seldur á að sóknarleikurinn verði góður enda hefur Hoiberg ekki verið að skapa einhvern glimrandi bolta á sínum árum hjá Bulls.
Fylgstu með: Lauri Markkanen. Finninn fljúgandi og vinur Körfunnar. Hann verður í eldlínunni þrátt fyrir að byrja ekki tímabilið vegna meiðsla.
Spáin: 29 – 53. 11. Sæti í Austurdeildinni
Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets