spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 10. sæti - Cleveland Cavaliers - Lífið eftir LeBron

NBA Spáin: 10. sæti – Cleveland Cavaliers – Lífið eftir LeBron

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Cleveland Cavaliers

 

Heimavöllur: Quicken Loans Arena
Þjálfari: Tyronn Lue

Helstu komur: Collin Sexton, Channing Frye.
Helstu Brottfarir: LeBron James.

 

Aftur þurfa Cavaliers að byggja upp aftur eftir brotthvarf besta körfuboltamanns í heiminum. Síðast gekk það vonum framar. Kannski vegna þess að á einhvern ótrúlegan hátt fengu Cavs menn alla valréttina. Núna hins vegar er erfitt að sjá byggingarefnin, auk þess að LeBron kemur ekki aftur valsandi inn um hurðina. Þeir eru þó enn með ansi frambærilega NBA leikmenn innan sinna raða.

Styrkleikar liðsins fara eiginlega algerlega eftir því hvort að Kevin Love takist að gíra sig aftur upp í að vera möguleiki númer 1 í sókninni. Þeir eru einnig ennþá með helling af skyttum og ágæta sóknarleikmenn sem eru flestir ekki orðnir það gamlir. JR Smith getur ennþá skotið fyrir utan og Kyle Korver er í liðinu.

Veikleikar liðsins Verða tvímælalaust varnarlega. Vörnin hjá liðinu var nógu slæm í fyrra og verður enn verri í vetur. Kevibn Love hefur líka ekki bara breytt leiknum sínum heldur hefur gjörbreytt sinni líkamsbyggingu og líkamsbeitingu. Getur hann farið aftur að hnoðast undir körfunni? Svo veit maður auðvitað ekkert hvað Tyronn Lue gerir án þess að vera með stórstjörnu eins og James.

 

Fylgstu með: Collin Sexton. Nýliðinn þeirra leit vel út í sumardeildinni og í fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins.

 

Spáin: 33 – 49: 10. Sæti í Austurdeildinni

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls

Fréttir
- Auglýsing -