Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019
Toronto Raptors
Heimavöllur: Air Canada Center
Þjálfari: Nick Nurse
Helstu komur: Kawhi Leonard, Danny Green.
Helstu Brottfarir: DeMar DeRozan, Jakob Poeltl
Toronto Raptors eru einkennilegt lið, þeir unnu 59 sigra í fyrri og gerðu samt drastíska breytingu í byrjun sumars þegar þeir skiptu frá sér fyrstu stórstjörnunni sem að vildi vera í liðinu. Kawhi Leonard mætti á svæðið og DeMar DeRozan skellti sér suður til Texas. Raptors létu ekki þar við sitja heldur ráku líka þjálfara ársins, Dwayne Casey og réðu í staðin Nick Nurse.
Styrkleikar liðsins eru margir. Fyrst ber að nefna möguleikann á frábærri vörn. Kawhi, Lowry, Green, Anunoby og fleiri eru flottir varnarmenn og eru ólíklegir til þess að hleypu miklu í gegnum sig. Í fyrra voru Raptors númer þrjú í sókn og fimm í vörn og eftir skiptin er líklegt að þeir verði enn sterkari, enda er Kawhi betri á báðum endum vallarins heldur en DeRozan.
Veikleikar liðsins eru fáir. Mögulega tekur það lengri tíma en menn vonuðust eftir að fá Kawhi á fullu inn í liðið og mögulega hefur Nick Nurse ekki það sem þarf, ef það gerist verður þetta langt tímabil fyrir Raptors
Fylgstu með: Kawhi Leonard. Stórstjarnan spilaði bara 9 leiki í fyrra. Frábært að fá hann aftur.
Spáin: 59 – 23: 1. Sæti í Austurdeildinni
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat
6. Washington Wizards
5. Indiana Pacers
4. Milwaukee Bucks
3. Philadelphia 76ers
2. Boston Celtics