spot_img
HomeFréttirNBA spá: miðriðill

NBA spá: miðriðill

  Karfan.is leitaði til sérfræðinga Facebook spjallhópsins NBA Spjallið – Where Amazing Happens og bað meðlimi hópsins að spá fyrir um komandi NBA tímabil.
  
 Í dag bjóðum við upp á miðriðilinn eins og honum var spáð af sérfræðingunum. Gangi spáin eftir verða það Cleveland Cavaliers sem vinna ekki einungis þennan riðil, heldur toppa austrið. Auk þeirra komast Chicago Bulls og Indiana Pacers (jafnir öðru liði í 8.-9. sæti í austrinu) í úrslitakeppnina vorið 2015. Bæði Detroit og Milwaukee skiptu um þjálfara í sumar, en það dugar ekki til.
 
Cleveland Cavaliers: Cavs ollu NBA hausum miklum höfuðverk síðasta vetur, en margir áttu von á því að sjá þá í baráttu um sæti í úrslitakeppninni þá. Það varð ekki, þrátt fyrir slaka austurdeild. Cleveland átti þó eitt best undirbúningstímabil sem sögur fara af, því þeir fengu ekki einungis fyrsta valréttinn í nýliðavalinu, heldur kom hetjan heim til fyrirheitna landsins á hvítum fáki sínum. Lebron James snéri heim og þessi fyrsti valréttur var, ásamt nokkrum öðrum bútum, notaður til að ná í Kevin Love. Það skal því engan undra að Cavs sé spáð góðu gengi, enda fá, ef nokkur lið í NBA með jafn mikið vopnabúr sóknarlega. Ýmsar spurningar hafa þó vaknað um varnarleik liðsins, enda hafa þeir kumpánar Kyrie Irving og Kevin Love ekki verið þekktir fyrir þau fræði.
Leikmenn inn: Louis Amundson (CHI), Shane Edwards, Joe Harris (R), Brendan Haywood (CHA), LeBron James (MIA), James Jones (MIA), Alex Kirk (R), Kevin Love (MIN), Shawn Marion (DAL), Mike Miller (MEM), A.J. Price.
Leikmenn út:  Anthony Bennett (MIN), Luol Deng (MIA), Carrick Felix (UTA), Alonzo Gee (DEN), Spencer Hawes (LAC), Scotty Hopson, Jarrett Jack (BKN), Sergey Karasev (BKN), C.J. Miles (IND), Tyler Zeller (BOS).
 
Chicago Bulls: Bulls er annað af þeim tveimur liðum sem þóttu eiga næst besta undirbúningstímabil NBA deildarinnar þetta sumarið, á eftir Cleveland. Ekki aðeins er Derrick Rose kominn til baka í búning, heldur fengu þeir Pau Gasol í stað Carlos Boozer í kraftframherjastöðuna og bættu við sig Nikola Mirotic og Doug McDermott. Allt eru þetta leikmenn sem hjálpa liðinu, sérstaklega sóknarmegin. Það vita allir að Bulls geta varist, það er nánast það eina sem þeir hafa gert vel síðan Rose meiddist í úrslitakeppninni 2012. Með þessari innspýtingu leikmanna sem geta vissulega komið leðrinu í netið verður fróðlegt að sjá hvort að þeir geti skorað nógu reglulega líka. Væntingar margra Bulls aðdáenda eru að stigaskorið fari í það minnsta eitthvað upp á við, í það minnsta upp í NBA meðaltalið.
Leikmenn inn: Cameron Bairstow (R), Aaron Brooks (DEN), Pau Gasol (LAL), Doug McDermott (R), Nikola Mirotic (R), E’Twaun Moore (ORL).
Leikmenn út: Louis Amundson (CLE), D.J. Augustin (DET), Carlos Boozer (LAL), Ronnie Brewer, Jimmer Fredette (NOP), Mike James, Greg Smith (DAL).
 
Indiana Pacers: eins og sumarið var gott hjá Cavs og Bulls, þá var sumarið jafn slæmt hjá Pacers. Paul George, sem var kominn langt með það að vera ein helsta stjarna NBA deildarinnar fótbrotnaði illa á æfingu bandaríska landsliðsins í byrjun ágúst og verður frá allt tímabilið. Lance Stephenson stakk svo af til Charlotte Hornets. Þessir tveir skilja eftir sig skarð á stærð við Grand Canyon, enda voru þetta einu tveir leikmenn liðsins sem vörnum andstæðinga stóð einhver almennilegur stuggur af. Eftir sitja þeir Roy Hibbert, David West og George Hill sem “stjörnur” liðsins. Það gæti vissulega verið verra, en ljóst er að Pacers aðdáendur eiga langt tímabil framundan.
Leikmenn inn: C.J. Miles (CLE), Arinze Onuaku, Damjan Rudez (R), Chris Singleton (WAS), Rodney Stuckey (DET), Adonis Thomas (PHI), Shayne Whittington (R).
Leikmenn út: Rasual Butler (WAS), Andrew Bynum, Lance Stephenson (CHH), Evan Turner (BOS).
 
Detroit Pistons: á 9. áratug síðustu aldar voru Pistons þekktir sem “The Bad Boys”, en á þeim tíma voru þeir eitt besta lið NBA deildarinnar. Um þessar mundir má sannarlega kalla drengina frá Detroit slæma, en af öðrum sökum, þeir eru einfaldlega bara slæm samsetning af körfuboltaliði. Þetta lið er undarlega samsett af leikmönnum sem erfitt er að sjá hvernig eiga að passa saman, enda þótti árangur þeirra síðasta vetur ekki vera í neinu samhengi við gæði einstakra leikmanna. Sumarið hafði í för með sér breytingu á yfirstjórn Pistons, sem í framhaldinu réði Stan Van Gundy sem þjálfara, sem er mikil framför fyrir liðið en ekki nóg. NBA áhugamenn hafa í það minnsta ekki mikla trú á að þetta lið, svona samsett, nái miklum árangri.
Leikmenn inn: Joel Anthony (BOS), D.J. Augustin (CHI), Caron Butler (OKC), Spencer Dinwiddie (R), Aaron Gray (SAC), Cartier Martin (ATL), Jodie Meeks (LAL).
Leikmenn út: Chauncey Billups, Will Bynum (BOS), Josh Harrellson, Peyton Siva (ORL), Rodney Stuckey (IND), Charlie Villanueva (DAL).
 
Milwaukee Bucks: Bucks eru eitt af kjallaraliðum NBA deildarinnar. Þeir voru hreint út sagt skelfilegir síðasta vetur, en með auknum þroska gríska undursins, Giannis Antetokounmpo, og þeirri bjartsýni sem fylgir nýliðanum Jabari Parker, má búast við að leikir þeirra verði í það minnsta áhugaverðir í vetur, þó þeir vinnist ekki margir. Jason Kidd, sem þjálfaði Brooklyn Nets á síðustu leiktíð setti á svið áhugavert leikrit síðsumars, þegar hann flutti sig yfir til Milwaukee. Það á algjörlega eftir að koma í ljós hvort hann geti eitthvað þjálfað, hvað þá ungt og upprennandi lið Bucks.
Leikmenn inn: Jerryd Bayless (BOS), Jared Dudley (LAC), Micheal Eric (R), Damien Inglis (R), Kendall Marshall (LAL), Johnny O’Bryant (R), Jabari Parker (R).
Leikmenn út: Jeff Adrien (HOU), Carlos Delfino, Miroslav Raduljica, Ramon Sessions (SAC), Ekpe Udoh (LAC), Chris Wright.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -