Karfan.is leitaði til sérfræðinga Facebook spjallhópsins NBA Spjallið – Where Amazing Happens og bað meðlimi hópsins að spá fyrir um komandi NBA tímabil.
Í dag bjóðum við upp á atlantshafsriðilinn eins og honum var spáð af sérfræðingunum. Gangi spáin eftir verða það Toronto Raptors (4. sæti í austrinu) og New York Knicks (7. sæti í austrinu) sem fara í úrslitakeppnina úr þessum riðli. Brooklyn Nets sem voru í úrslitakeppninni á síðasta tímabili þykja ekki líklegir til að komast aftur í úrslitakeppnina á þessu tímabili.
Toronto Raptors: Raptors áttu gott síðasta tímabil og komust loks í úrslitakeppnina. Þar strönduðu þeir á reynslumiklu liðið Brooklyn Nets, en engu að síður var stigið stórt skref fram á við. Liðið hélt kjarnanum, en þar munaði mestu um Kyle Lowry og þeir bæta við sig bakverðinum Louis Williams frá Atlanta, sem hjálpar þeim mikið í sóknarleiknum, án þes Stóra spurningin er hvort liðið nái stöðugleika. takist það má búast við mun betri árangri en 44-38 spáin segir til um.
Leikmenn inn: Bruno Caboclo (R), Will Cherry (R), Jordan Hamilton (HOU), James Johnson (MEM), Lucas Nogueira (R), Greg Stiemsma, Louis Williams (ATL).
Leikmenn út: Dwight Buycks, Nando De Colo, Steve Novak (UTA), John Salmons (NOP), Julyan Stone.
New York Knicks: nýliðið sumar var einn alsherjar sirkus hjá Knicks. Melo sirkusinn tók dágóðan mánuð, þjálfarasirkusinn tók annan eins tíma og allar vangaveltur um stöðu liðsins og getu þess er annar eins sirkus. Það skal þó enginn efast um þá hæfileika sem leynast þarna innanbúðar, en spurningin er hvort Derek Fisher, sem tók við liðinu í sumar, geti fengið leikmennina til að kaupa þá stefnu sem liðið ætlar að taka í sókn og vörn. Það er heldur ekki hlaupið að því að innleiða þríhyrninginn, aðeins Phil Jackson, sem nú er forseti liðsins, hefur gert það og tekist vel upp. Liðið stórbætti leikstjórnendastöðuna með því að skipta Raymond Felton til Dallas fyrir Calderon, en sendu einnig eina stóra manninn sem gat spilað vörn frá sér í sömu leikmannaskiptum.
Leikmenn inn: Quincy Acy (SAC), José Manuel Calderón (DAL), Samuel Dalembert (DAL), Cleanthony Early (R), Shane Larkin (DAL), D.J. Mbenga, Travis Outlaw (SAC), Jason Smith (NOP).
Leikmenn út: Shannon Brown (MIA), Tyson Chandler (DAL), Raymond Felton (DAL), Kenyon Martin, Toure Murry (UTA), Lamar Odom, Jeremy Tyler.
Brooklyn Nets: Brooklyn voru eitt af betri liðum austurdeildarinnar á síðasta tímabili. Brotthvarf Shaun Livingston og Paul Pierce skilur eftir sig stórt skarð í vængstöðunum. Það er mikil reynsla og þekking sem fylgir leikmanni eins og Pierce og Livingston var einn stöðugasti leikmaður liðsins. Miðherji liðsins, Brook Lopez, var að mestu meiddur alla síðustu leiktíð, en kemur inn í liðið að nýju og ætti að styrkja það undir körfunni.
Leikmenn inn: Bojan Bogdanovic (R), Markel Brown (R), Jarrett Jack (CLE), Cory Jefferson (R), Jerome Jordan, Sergey Karasev (CLE), Willie Reed (R).
Leikmenn út: Andray Blatche, Jason Collins, Shaun Livingston (GSW), Paul Pierce (WAS), Marcus Thornton (BOS).
Boston Celtics: Celtics hafa verið í uppbyggingarfasa frá síðasta sumri. Áhugaverðasta viðbótin við liðið er nýliðinn Marcus Smart. Enginn leikmaður sem máli skiptir fyrir liðið er horfinn á braut og því ekki óraunhæft að ætla að Celtics verði í svipuðum málum og á síðustu leiktíð. Ein stærsta spurningin í kringum liðið, hvert sem litið er, er staðan á Rajon Rondo. Háværar sögusagnir hafa verið af mögulegum leikmannaskiptum, þar sem hann væri miðjan í skiptunum, en ekkert hefur orðið af því ennþá. NBA áhugamenn ættu þó ekki að láta sér bregða ef hann byrjar tímabilið af krafti og verði skipt einhvern tíma eftir jól.
Leikmenn inn: Will Bynum (DET), Erik Murphy (UTA), Dwight Powell (R), Marcus Smart (R), Marcus Thornton (BKN), Evan Turner (IND), James Young (R), Tyler Zeller (CLE).
Leikmenn út: Joel Anthony (DET), Chris Babb, Jerryd Bayless (MIL), Keith Bogans, Kris Humphries (WAS), Chris Johnson (PHI).
Philadelphia 76ers: það er af sem áður var, þegar Dr. J, Moses Malone og Charles Barkley léku fyrir hið fornfræga lið 76ers. Stefna 76ers er skýr og öllum ljós, þeir ætla að vera lélegir eins lengi og þarf, svo þeir geti náð í nógu marga unga og spennandi leikmenn. Þeir hafa í því skyni sankað að sér valréttum og hafa, að mestu, nýtt þá skynsamlega. Þetta lið er byggt með framtíðina í huga og það verður að teljast afskaplega ólíklegt að þeir geti gert einhvern usla í vetur. Joel Embiid, sem valinn var þriðji í nýliðavalinu í sumar kemur væntanlega til með að sitja borgaralega klæddur á varamannabekknum í vetur, en á móti kemur að Nerlens Noel, sem valinn var í nýliðavalinu 2013 verður í búning. Það er ljóst að ef rétt verður haldið á spilunum í Philly er framtíðin björt, en eins og alltaf er þetta ef ansi stórt.
Leikmenn inn: Joel Embiid (R), Jerami Grant (R), Chris Johnson (BOS), Malcolm Lee, Luc Mbah a Moute (MIN), K.J. McDaniels (R), Ronald Roberts (R), JaKarr Sampson (R), Alexey Shved (MIN).
Leikmenn út: James Anderson, Byron Mullens, Adonis Thomas (IND), Jarvis Varnado, Thaddeus Young (MIN).