spot_img
HomeFréttirNBA: Skoraði sigurkörfuna þegar flautan gall

NBA: Skoraði sigurkörfuna þegar flautan gall

09:13 

{mosimage}

(Tyronn Lue, hetja Hawks) 

 

Tyronn Lue, leikmaður Atlanta Hawks, skoraði af sjö metra færi í þann mund sem lokaflautan gall í leik liðsins við New Jersey Nets í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í gærkvöldi. Atlanta vann leikinn 101:99 eftir framlengingu. Þetta var þriðji útisigur Atlanta í röð og er það í fyrsta skipti frá árinu 2000 sem liðinu tekst slíkt.

 

Vince Carter hafði áður skorað úr þriggja stiga skoti, þegar 2,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni og jafnað leikinn, 99:99.

 

Önnur úrslit urðu þau að Toronto Raptors vann LA Clippers, 122:110, og Detroit Pistons vann Cleveland Cavaliers, 90:78.

 

Frétt af www.mbl.is

 

Fréttir
- Auglýsing -