spot_img
HomeFréttirNBA: Skoraði fyrstu 20 stig liðs síns

NBA: Skoraði fyrstu 20 stig liðs síns

12:33

{mosimage}

Peja Stojakovic, stórskytta New Orleans Hornets, skoraði 42 stig í nótt þegar lið hans lagði Charlotte Bobcats að velli. Þetta er persónulegt met hjá Peja sem þykir ein besta skytta deildarinnar.

,,Ég byrjaði grimmur eins og ég geri alltaf. Ég byrjaði að hitta svo félagar mínir héldu áfram að leita að mér,” sagði Peja um leikinn í gær. “Ég hélt áfram að spila og skjóta boltanum.”

,,Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu,” sagði Peja en hann skoraði 20 fyrstu stig New Orleans í leiknum. ,,Þegar þú ert skytta, þá skýturðu, þó þú sért að klikka til þess að reyna koma þér aftur í leikinn, og þegar maður hittir tvær í röð byrja félagarnir að leita að manni.”

Fréttir
- Auglýsing -