spot_img
HomeFréttirNBA: San Antonio og Dallas jöfnuðu metin

NBA: San Antonio og Dallas jöfnuðu metin

09:17

{mosimage}
(Jason Terry spilaði vel í nótt)

Dallas vann Golden State í nótt 112-99 þar sem Jason Terry var með 28 stig fyrir heimamenn. Gott áhlaup í 3. leikluta gerði út um leikinn en Dallas vann leikhlutann 33-22. Stephen Jackson var stigahæstur hjá Golden State með 30 stig en honum var hent út úr húsi í 4. leikhluta.

Staðan 1-1

San Antonio jafnaði metin gegn Denver þegar þeir unnu 97-88 í Texas. San Antonio voru þó nálægt því að tapa unnum leik því þegar um 45 sekúndur voru eftir minnkaði Denver muninn í 3 stig eftir að munurinn hafði verið 17 stig um tíma. San Antonio hélt þó út leikinn og höfðu sigur. Tim Duncan skoraið 22 stig á afmælinu sínu enhann varð 31 árs. Carmelo Anthony var með 26 fyrir Denver.

Staðan 1-1

Cleveland vann Washington í leik nr. 2, 109-102. Antwan Jamison fór á kostum hjá Washington í lokaleikhlutanum, þar sem hann skoraði 15 stig, og náði að minnka muninní 3 stig þegar 18.9 sekúndur voru eftir. Nær komst Washington ekki og fara því heimamenn með 2 sigra í farteskinu fyrir næsta leik. Antwan Jamison skoraði 31 stig og Drew Gooden var með 24 fyrir Cleveland.

Staðan 2-0 fyrir Cleveland

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -