08:00
{mosimage}
(Doc Rivers þjálfari Boston)
Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, mun stjórna liði Austurdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram sunnudaginn 17. febrúar.
Þeir þjálfarar í Austur- og Vesturdeildinni sem eru með besta árangurinn 3. febrúar stjórna Stjörnuliðunum. Eftir sigur Boston í kvöld getur ekkert lið náð Boston og því verða þeir með besta árangurinn í Austurdeildinni þann 3. febrúar þó þeir tapi öllum leikjum sínum þangað til.
Þjálfarar mega ekki stjórna Stjörnuliðinu tvö ár í röð og því geta Mike D´Antoni þjálfari Phoenix og Eddie Jordan þjálfari Washington ekki þjálfað Stjörnuliðin.
Mynd: AP