17:22
{mosimage}
(Radmanovic lék m.a. með Seattle áður en kom til Lakers)
Vladimir Radmanovic, framherji L.A. Lakers, hefur sagt forráðamönnum félagsins frá því hvað kom fyrir hann raunverulega þegar hann meiddist nýlega í fríi í Park City íUtah fylki. Fyrst sagðist hann hafa runnið til í hálkunni og hrasað en hin raunverulega ástæða var að hann var á snjóbretti en samkvæmt samningi hans er það stranglega bannað. Hann varð fyrir meiðslum í öxl og verður frá í 6-8 vikur.
Forráðamenn Lakers áttu erfitt með að trúa útskýringum hans enda hafði hann dvalið á skíðasvæði.
Óvíst er til hvaða viðbragða Lakers munu taka en einn möguleiki er að segja upp samningi hans enda braut hann eitt skilyrði hans sem var að fara á snjóbretti. Ekki virkar að setja hann í bann þar sem hann er meiddur. Líklegast munu þeir sekta hann hressilega en liðið er að berjast um að komast í úrslitakeppnina.
Radmanovic var í fréttunum fyrr í vetur, en þá sagðist hann aðeins gefa kost á sér í serbneska lansliðið fyrir Evrópukeppnina í september ef hann yrði byrjunarliðsmaður. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að vera aukaleikari.
Þetta er mjög neyðarlegt fyrir Radmanovic en hann hefur valdið vonbrigðum síðan hann kom til liðsins frá Clippers í sumar. Hann hefur skorað 6.9 stig og tekið 3.4 fráköst en hann gerði 5 ára samning að andvirði $30.2 milljónir síðastliðið sumar.