spot_img
HomeFréttirNBA: Posey flaggaði hringnum

NBA: Posey flaggaði hringnum

15:53

{mosimage}
(Posey sýndi öllum meistarahringinn sinn frá 2006 við undirskriftina)

Meistaraefnin í Boston Celtics eru búnir að gera samninga við nýja leikmenn fyrir næsta vetur. Þeirra sterkasti er James Posey en hann varð meistari með Miami Heat 2006. Þegar Posey skrifaði undir þá tók eigandi Boston það fram hve ánægðir þeir væru að fá meistara í sitt lið. Posey er framherji og gerði tveggja ára samning við þá grænu. Hann mun fá á milli $7-7,5 milljónir á samningstímabilinu. Eftir fyrsta árið getur Posey rift samningi sínum.

,,Hann er einn af bestu leikmönnunum sem voru lausir í sumar. Hann mun bæta okkar lið gífurlega, hann er mjög fjölhæfur og styrkir okkur í sókn og vörn,” sagði Danny Ainge um nýjasta liðsmann Boston Celtics.

Boston hafa gert samning við nýliðann Glen Davis og er búist við að liðið geri það einnig við Gabe Pruitt á næstu dögum. Þeir félagar eru jafngamlir eða 21 árs. Voru þeir báðir valdir í annarri umferð nýliðavalsins í sumar.

Fyrr í sumar fékk félagið Eddie House og Scot Pollard og að sjálfsögðu Kevin Garnett og Ray Allen.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -