spot_img
HomeFréttirNBA: Phoenix með yfirburði gegn Washington

NBA: Phoenix með yfirburði gegn Washington

12:15 

{mosimage}

 

 

Steve Nash og félagar hans í Phoenix Suns höfðu í fullu tré við Gilbert Arenas og Washington Wizards í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Leikurinn, sem fór fram í Washington, endaði 127:105 fyrir Phoenix, sem vann 14. leik sinn í röð í deildinni. Nash skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar en Arenas skoraði 31 stig fyrir heimamenn.

 

Dallas Mavericks, sem ásamt Phoenix hefur verið yfirburðalið í NBA deildinni í vetur, vann Orlando Magic, 111:95. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Dirk Nowitzki skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando.

Þá vann Philadelphia 76ers sigur á New Orleans Hornets, 102:96, og Chicago Bulls vann Atlanta Hawks, 94:86.

 

Frétt af www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -