10:08
{mosimage}
Amare Stoudamire gerði 30 stig og tók 11 fráköst í nótt þegar Phoenix Suns landaði sínum 15. sigri í röð í NBA deildinni. Að þessu sinni var það New York Knicks sem varð fyrir barðinu á Suns og urðu lokatölur leiksins 112-107 Suns í vil. Jamal Crawford var atkvæðamestur í liði Knicks með 29 stig og 11 stoðsendingar. Að vanda var Steve Nash dulegur við að spila uppi samherja sína en hann gaf 14 stoðsendingar í gær og var auk þess með 22 stig. Með sigrinum í nótt varð Phoenix fimmta liðið í sögu NBA deildarinnar til þess að eiga 15 sigra í röð tvívegis á sama tímabilinu og komust þar með í hóp með LA Lakers, Milwaukee Bucks, Utah Jazz og gamla liðinu Washington Capitals.
Tvíframlengja varð leik Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers í nótt þar sem 76ers fóru að lokum með sigur 115-118 í Quicken Loans Arena í Cleveland. Andre Iguodala gerði 34 stig í leiknum fyrir 76ers en hann gerði 8 stig í seinni framlengingunni og var kveikjan að sigri 76ers. LeBron James gerði 39 stig og tók 10 fráköst hjá Cleveland. Þetta var í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem Cavaliers tapa tveimur heimaleikjum í röð.
Önnur úrslit næturinnar:
Toronto Raptors 90-88 New Orleans Hornets
Chris Bosh 35 stig – Rasual Butler 19 stig
Charlotte Bobcats 92-103 Detroit Pistons
Geralde Wallace 29 stig – Rip Hamilton 22 stig
Indiana Pacers 96-94 Miami Heat (framlengt)
Troy Murphy 17 stig – Dwyane Wade 32 stig
Shaq lék sinn fyrsta leik með Heat í nótt eftir langa fjarveru en hann lék í rétt rúmar 14 mínútur í leiknum og gerði 5 stig. Hann á enn nokkuð í land og sagði eftir leikinn í gær að hann væri svolítið ryðgaður.
Boston Celtics 76-82 Atlanta Hawks
Delonte West 18 stig – Joe Johnson og Josh Smith báðir með 21 stig
San Antonio Spurs 85-90 Houston Rockets
Tracy McGrady gerði 37 stig í Texasrimmunni fyrir Rockets og tók 8 fráköst. Hjá Spurs var Tim Duncan með 37 stig og 10 fráköst.
Utah Jazz 130-132 Memphis Grizzlies
Pau Gasol var með þrennu í leiknum fyrir Grizzlies er hann gerði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Framlengja þurfti leikinn þar sem Eddie Jones gerði flautukörfu í leiknum fyrir Grizzlies. Stigahæstur Grizzliesmanna var Chucky Atkins með 29 stig og 15 stoðsendingar. Carlos Boozer gerði 39 stig hjá Jazz og tók 15 fráköst.
Sacramento Kings 114-106 Milwaukee Bucks
Ron Artest 36 stig – Earl Boykins 36 stig
Portland Trail Blazers 101-98 Minnesota Timberwolves
Zach Randolph 22 stig – Kevin Garnett 31 stig
Golden State Warriors 110-109 New Jersey Nets
Nýliðinn Monta Ellis reyndist hetja Warriors í nótt er hann gerði sigurkörfu leiksins með teigskoti eftir sendingu frá Baron Davis. Nets höfðu yfir 36-20 að loknum fyrsta leikhluta en Warriors fundu sér leið inn í leikinn að nýju og voru lokamínúturnar æsispennandi og ætlaði allt um koll að keyra þegar Ellis gerði sigurkörfuna. Stigahæstur hjá Warriors var Al Harrington með 29 stig en hjá Nets gerði Jason Kidd 26 stig og fór nærri því að vera með þrennu því hann tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Reynar var hann með 8 tapaða bolta í leiknum.