09:53
{mosimage}
Phoenix Suns vann Dallas Mavericks, 126:104, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt og var þetta annar sigur Phoenix á Dallas á 18 dögum. Þessi lið tvö hafa besta vinningshlutfallið í riðlakeppni NBA deildarinnar. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix og Josh Howard skoraði 28 fyrir Dallas.
Toronto Raptors tryggði sér í nótt sæti í úrsliakeppni NBA í fyrsta skipti frá árinu 2002 með því að leggja Charlotte Bobcats, 107:94.
Önnur úrslit í nótt voru þessi:
Detroit 94, Miami 88
Chicago 105, Atlanta 97
Golden State 122, Memphis 117
Washington 121, Milwaukee 107
Minnesota 105, Orlando 104
Boston 98, Cleveland 96
Toronto 107, Charlotte 94
Indiana 100, San Antonio 99
Denver 114, Seattle 103
L.A. Lakers 126, Sacramento 103.