16:49
{mosimage}
Dallas hefur bætt við sig aðstoðarþjálfara en það er enginn annar en Paul Westphal. Westphal er mjög reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað tvö NBA-lið, Phoenix frá 1992-1995 og Seattle frá 1998-2001. Þau þrjú tímabil sem hann var með Phoenix vann liðið ávallt meira en 55 leiki og leiddi liðið í úrslitin 1993 á sínu fyrsta ári. Varð hann þar með fyrsti þjálfarinn í sögu NBA til að gera það þangað til Avery Johnson gerði það í vetur með Dallas.
Hann þjálfaði Pepperdine háskólann frá 2001 til 2006.
Avery Johnson var ánægður að fá hann til liðsins. ,,Við erum mjög spenntir að fá Paul Westphal í okkar körfuboltafjölskyldu. Hann er einn af bestu sóknarþjálfurunum í NBA, Paul kemur með mikla reynslu sem þjálfari og sem fyrrum leikmaður til okkar. Hann er heiðarlegur og sterkur einstaklingur sem er mjög spenntur að ganga til liðs við okkar þjálfaralið sem er að byggja upp sigurlið.”
Westphal lék við góðan orðstír í NBA og var fimm sinnum í stjörnuliðinu. Hann varð meistari árið 1974 með Boston Celtics en hans frægðarsól skein sem hæst þegar hann lék með Phoenix.
Dallas á eftir að bæta við sig einum aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil. Del Harris hefur tekið að sér ráðgjafarstöðu fyrir félagið og Sam Vincent var ráðinn sem þjálfari Charlotte Hornets.