spot_img
HomeFréttirNBA: Paul byrjar að æfa í næstu viku

NBA: Paul byrjar að æfa í næstu viku

09:00

{mosimage}

Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets, mun væntanlega hefja æfingar í næstu viku. Byron Scott, þjálfarinn hans, mun meta það á þriðjudag hvort hann sé heill heilsu að fara æfa á fullu.

Paul er búinn að vera frá æfingum í mánuð en snéri sig illa á ökkla þegar hann lenti á fæti Johan Petros þann 26. desember.

Chris Paul, sem var kjörinn nýliði ársins í fyrra, er gríðarlega mikilvægur sínu liði en hann var stigahæstur með 18.4 stig og 9 stoðsendingar þegar hann meiddist.

Hornets framlengja samning Chris Paul

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -