23:44
{mosimage}
(Mutombo klárar ferilinn í Houston)
Maðurinn með langa nafnið hefur gert nýjan eins árs samning við Houston Rockets. Dikembe Mutombo telur að hann sé að fara leika sitt lokaár í NBA-deildinni en hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
,,Ég ætla að njóta hverrar sekúndu og hverrar mínútu af síðasta árinu mínu í NBA,” sagði Mutombo. ,,Ég vona að kveðjuferðin mín verði ánægjuleg og minnisstæð.”
Mutombo sem heitir fullu nafni Dikembe Mutombo Mpolondo Mukamba Jean Jacque Wamutombo er 41 árs gamall og kemur frá Lýðveldinu Kongó sem hét áður Zaír. Hefur hann leikið í NBA síðan 1991 með sex félögum, Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey, New York og Houston.
Hann var kjörinn varnarmaður ársins fjórum sinnum, 1995, 1997, 1998 og 2001. Hann var valinn átta sinnum í stjörnuleikinn, 1992, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000, 2001 og 2002. Hann er þriðji í röðinni yfir flest varin skot í NBA frá upphafi með 3.154 og tuttugasti í fráköstum með 12.127.
Hann hefur leikið 1.073 leiki í þeim hefur hann skorað 11.595 stig. 467 náð tvennu og tíu sinnum þrennu.
Mutombo hefur deilt þeim mikla auði sem hann hefur öðlast í gegnum tíðna. Hefur hann tekið þátt í mörgum verkefnum sem snúa að uppbyggingu í Afríku en það helsta er bygging á 300 rúma spítala í Kinshasa í Lýðveldinu Kongó sem kostaði $29 milljónir og lagði hann fram $15 milljónir sjálfur.
mynd: AP