spot_img
HomeFréttirNBA: Orlando í slæmum málum

NBA: Orlando í slæmum málum

10:11

{mosimage}
(Prince var stigahæstur hjá Detroit)

Orlando tapaði í nótt fyrir Detroit 77-93 og eru því komin 3-0 undir í einvíginu. Tayshaun Prince og Chauncey Billups voru með 23 og 21 stig fyrir gestina sem eru komin með annan fótinn í næstu umferð. Þeir þurfa aðeins 1 sigur í viðbót til að komast í 2. umferð. Hjá Orlando skoraði Jameer Nelson 27 stig, sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni. Darko Milicic og Dwight Howard voru með 11 hvor.

Næsti leikur í Orlando

Staðan 3-0 fyrir Detroit

Kobe Bryant fór á kostum í liði Lakers en hann var með 45 stig, þar af 15 í lokaleikhlutanum. Lakers vann upp 17 stiga mun sem Phoenix náði snemma í leiknum. Kwane Brown var með 19 stig og Lamar Odom bætti við 18 fyrir heimamenn. Hjá Phoenix var Amare Stoudamire með 24 og Leandro Barbosa setti 20 stig.

Næsti leikur í Los Angeles

Staðan 2-1 fyrir Phoenix

Utah minnkaði muninn í einvíginu við Houston í 2-1 með 81-67 sigri á heimavelli. Carlos Boozer var með 22 stig fyrir heimamenn ásamt því að Matt Harpring setti 13. Fyrir gestina var Yao Ming með 26 stig og Tracy McGrady með 24.

Staðan 2-1 fyrir Houston

Næsti leikur í Utah

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -