spot_img
HomeFréttirNBA: Okur dró vagninn gegn Bulls

NBA: Okur dró vagninn gegn Bulls

10:42 

{mosimage}

 

 

Utah Jazz hafði nauman 100-95 sigur á Chicago Bulls í NBA deildinni í nótt þar sem Mehmet Okur hélt áfram að láta ljós sitt skína í fjarveru Carlos Boozers. Okur gerði 20 stig og tók 5 fráköst gegn Bulls í gær en næstur honum í liði Jazz var Derek Fisher með 19 stig. Hjá Bulls var Kirk Hinrich með 26 stig og Luol Deng gerði 23. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt.

   

Bulls höfðu yfir að loknum 1. leikhluta 24-25 en góður annar leikhluti hjá Jazz breytti stöðunni í 57-43 og því fór annar leikhluti 33-18 fyrir Jazz. Okur reyndist betri en enginn undir lok leiksins þegar hann gerði 12 af síðustu 14 stigum Jazz í leiknum. Hann lék allan fjórða leikhluta með 5 villur og var því að hafa hægt um sig í vörninni en það kom ekki að sök og Jazz hafði að lokum góðan sigur. Án Boozer eru Utah búnir að leika fjóra leiki, tapa einum og vinna þrjá.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

76ers 100-98 Nets

Andre Iguodala 23 – Vince Carter 23

 

Wizards 118-108 Supersonics

Caron Butler 38 – Ray Allen 29

 

Hawks 83-90 Lakers

Joe Johnson 27 – Kobe Bryant 27

 

Pacers 98-113 Warriors

Jermaine O´Neal 24 – Stephen Jackson 36

 

Heat 113-93 Bobcats

Dwyane Wade 27 – Raymond Felton 20

 

Rockets 105-77 Timberwolves

Tracy McGrady 32 – Kevin Garnett 18

 

Nuggets 108-113 Suns

Carmelo Anthony með þrennu, 31 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar – Amare Stoudemire 36 stig og 13 fráköst.

 

Kings 105-99 Hornets

Ron Artest 21 – Chris Paul 24

Fréttir
- Auglýsing -