17:14
{mosimage}
(Hinn hárprúði Adam Morrison er nýliði mánaðarins)
Adam Morrison(Charlotte Bobcats) og Rudy Gay(Memphis Grizzlies) eru nýliðar mánaðarins í austur- og vesturströnd fyrir nóvember mánuð.
Adam Morrison, sem var valinn þriðji í nýliðavalinu í sumar, er efstur meðal nýliða í NBA í stigum(15.3), mínútum(36.1) og annar í þriggja stiga nýtingu, 37.5%. Morrison skoraði 20 stig eða meira í 6 leikjum þar af tvisvar sinnum 27 stig. En það er það mesta sem nýliði hefur skorað í vetur.
Rudy Gay, sem var valinn áttundi í nýliðavalinu í sumar, skoraði sjö sinnum 10 stig eða meira og skoraði mest 23 stig. Gay er efstur nýliða á vesturströndinni í stigum(8.7), mínútur(24.9), þriðji í fráköstum(4.7).
Aðrir sem komu til greina voru Craig Smith(Minnesota), Marcus Williams(New Jersey), Andrea Bargnani(Toronto), Jorge Garbajosa(Toronto)og Paul Millsap(Utah).