12:41
{mosimage}
Mike Dunleavy og LA Clippers hafa komist að samkomulagi um framlengingu á núverandi samningi. Hljóðar hún uppá $21 milljón og er til fjögurra ára.
Samningurinn verður ekki gerður opinber fyrr en aðilar hafa náð saman um bónusgreiðslur sem tengjast árangri liðsins í framtíðinni. Líklegt er að aðilar nái saman enda er mikill vilji hjá báðum aðilum að Dunleavy haldi áfram að þjálfa í Los Angeles.
Þetta er mikið ánægjuefni fyrir aðdáendur Clippers en félagið hefur verið frekar sparsamt í gegnum árin og hefur árangur liðsins sýnt það. Liðið hefur látið sína sterkustu menn fara frá sér í stað þess að gera nýja og dýra samninga.