spot_img
HomeFréttirNBA: Memphis bauð Portland Gasol

NBA: Memphis bauð Portland Gasol

13:11

{mosimage}
(Gasol á HM í september)

Pau Gasol, helsta stjórstjarna Memphis Grizzlies, bað um að vera skipt til annars liðs og forráðamenn Memphis virðast vera að vinna af krafti að láta þá ósk rætast.

Talið er að þeir hafi boðið Portland að fá Gasol í skiptum fyrir LaMarcus Aldridge, Sergio Rodriguez og Jamaal Magloire. Ekki er vitað hvort að Portland hafi samþykkt þetta eða sent inn gagntilboð.

Chicago er einnig talinn líklegur áfangastaður en þau skipti myndu innihalda annað hvort Luol Deng eða Ben Gordon ásamt a.m.k. einum leikmanni sem yrði Andres Nocioni, Kirk Hinrich, Tyrus Thomas eða Thabo Sefolosha ásamt valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins 2008 eða 2009. Hakim Warrick myndi einnig fara frá Memphis til Chicago.

Boston hafa einnig verið orðaðir við Gasol og myndi Al Jefferson fara frá þeim grænu ásamt valrétti og einum leikmanni til viðbótar.

Gasol vill komast til liðs sem á möguleika að gera einhverja hluti. Þar með er Boston úr sögunni og spurning hvort að Portland sé spennandi kostur.

Það lið sem vill fá Gasol þarf að láta nokkra sterka leikmenn frá sér þar sem Jerry West, framkvæmdarstjóri Memphis, vill fá inn nokkur ný andlit. Hann er ekki að leyta að því að skipta á stjórstjörnu fyrir stórstjörnu. Síðan mun tíminn leiða í ljós hvort að allir fái það sem þeir vilja.

heimild: New York Post

mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -