Í dag rennur út samningur leikmannasamtaka NBA og félaganna í NBA og ef ekki verður samið í dag munu eigendur liðanna setja á vinnustopp á leikmennina. Þannig að engir leikmenn mega færa sig milli liða eftir daginn í dag. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir deildina sem hefur ekki verið vinsælli í áraraðir en árið 1998 var vinnustopp í deildinni og fóru aðeins fram 50 leikir tímabiið 1998-99.
Mikil gjá er milli liðanna og leikmanna en liðin vilja draga úr launakostnaði en tap deildarinnar var 300 milljónir dollara fyrra.
Leikmenn vilja ekki lækka sig of mikið í launum en aðilar þurfa að komast að niðurstöðu.
Leikmenn buðu að fara með launakostnaðinn niður fyrir 2 milljarða árlega en síðasta vetur var hann um 2.1 milljarður dollara þannig á næstu fimm árum vilja þeir lækka launinn um 500 milljónir. Liðinum fannst þetta ekki ganga nógu langt á meðan sumum leikmönnum fannst þetta ganga of langt. Þannig að deilan er í hnút.
Þetta er mjög flókin deila sem snýst m.a. um þær tekjur sem deildin aflar sér með sjónvarpssamningum sem og hlutdeild minni liða í heildartekjum.
Minni félögin, eða þau sem koma af minni svæðum, vilja fá meiri hlutdeild í tekjum stóru liðanna t.d. af miðasölu heimaleikja en þannig er það í NFL-deildinni. Þannig að tekjurnar dreifast jafnara milli liða og að þær sveiflist ekki of mikið með gengi liða. Þó þetta atriði tengist ekki beint þessum samningum þá eru einnig deilur meðal eigenda liðanna um dreifingu tekna.
Einnig vilja eigendur koma í veg fyrir að bestu og dýrustu leikmennirnir geti verið saman í liði eins og er með Miami.
Launaþakið er tengt heildartekjum en það er um 57% af körfuboltatekjum liðanna. Leikmenn hafa boðið að fara með þakið í 54.3% en segja að tilboð deildarinnar að fara með það í um 40% sé óviðunandi.
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en ljóst að NBA-deildin þarf á öllu nema þessu að halda.
Mynd: Derek Fisher er formaður leikmannasamtakanna. Það er mikill erill hjá honum þessa dagana.