spot_img
HomeFréttirNBA leikmaður kastaði kveðju á Þóri Guðmund - Næst stigahæstur gegn Purdue

NBA leikmaður kastaði kveðju á Þóri Guðmund – Næst stigahæstur gegn Purdue

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola tap í nótt fyrir Purdue Boilermakers í bandaríska háskólaboltanum, 75-58. Nebraska eftir leikinn í 14. sæti Big Ten deildarinnar með 5 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Þórir Guðmundur lét til sín taka. Skilaði 9 stigum, 4 fráköstum, 4 stoðsendingum 2 vörðum skotum og stolnum bolta, en hann var næst stigahæstur og stoðsendingahæstur í liði Cornhuskers í leiknum.

NBA leikmaðurinn Isaiah Roby, fyrrum liðsfélagi Þóris hjá Nebraska, sem leikur nú með Oklahoma City Thunder kastaði á hann þessari kveðju á Twitter á meðan leik stóð, sem er væntanlega tilvísun í þristana þrjá sem hann setti í leiknum.

Næsti leikur Nebraska er gegn Penn State Nittany Lions þann 24. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -