16:00
{mosimage}
(LeBron segir að skrokkurinn sé tilbúinn)
LeBron James hefur gefið það út að hann muni spila með bandaríska landsliðinu í næsta mánuði þegar liðið reynir að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum 2008. James sagði að hann væri búinn að vera nógu lengi í fríi.
,,Ég ætla að spila, ég hef verið nógu lengi í fríi. Ég þekki skrokkinn manna best og ég er tilbúinn,” sagði James og bætti við ,,Ég veit hins vegar ekki hversu mikið ég mun spila en ég er tilbúinn.”
James hefur gefið það út undanfarna mánuði að það væru aðeins helmingslíkur á að hann myndi spila með landsliðinu í sumar. Hann eignaðist sitt annað barn á dögunum og þar sem að Cleveland komst alla leið í úrslitin og hann spilaði yfir 100 leiki á síðasta tímabili var búist við því að hann myndi vilja taka sér smá frí. Hann styrkir bandaríska liðið gífurlega og ætla þeir sér mikla hluti í næsta mánuði.
Mynd: AP
[email protected]