spot_img
HomeFréttirNBA: Lakers tókst ekki að stöðva Dallas

NBA: Lakers tókst ekki að stöðva Dallas

10:50 

{mosimage}

 

 

Dallas Mavericks vann öruggan sigur á LA Lakers, 114:95, þegar liðin mættust í Dallas í nótti í riðlakeppni bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar. Dallas hefur unnuð sex síðustu leiki sína og 19 af síðustu 20. Liðið tapaði hins vegar fyrir Lakers 7. janúar en hafði þá unnið 13 í röð.

 

Josh Howard skoraði 29 stig og Dirk Nowitzki 27 fyrir heimamenn en Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers.

 

Einn annar leikur var í nótt. Miami Heat vann Indiana Pacers, 104:101 í Miami. Dwyane Wade skoraði 33 stig fyrir heimamenn en Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana. Shaquille O'Neal, helsta stjarna Miami-liðsins hefur nánast ekkert leikið með á keppnistímabilinu en hann gekkst undir skurðaðgerð á hné.

 

Frétt af www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -