11:33
{mosimage}
(Kukoc hefur verið með öflugustu sóknarmönnum NBA undanfarin ár)
Svo virðist sem að Toni Kukoc sé að fara leggja skóna á hilluna. Hinn 38 ára gamli Kukoc vildi spila með Milwaukee eða Chicago í vetur en þar sem að hvorugt liðið virðist hafa áhuga á að semja við hann, mun hann væntanlega hætta körfuknattleiksiðkun.
„Það lítur út fyrir að ég sé hættur,” sagði Kukoc á mánudag þegar hann tók þátt í góðgerðarmóti. „Það eru lið sem vilja fá mig, en ég vil ekki fara of langt að heiman.” Kukoc vildi spila áfram með Bucks eða fara í sitt gamla lið Bulls. „Mitt val var annað hvort Chicago eða Milwauke. Milwaukee munu vera með ungt lið í vetur og Chicago þurfa stóran mann, þannig að það nær ekki lengra.”
„Nei, alls ekki,” sagði Kukoc þegar hann var spurður hvort hann myndi sakna leiksins. „Ég held að það sé kominn tími til að ég fjarlægist körfubolta. Hann var stór hluti af lífi mínu og veitti mér nánast allt sem ég þráði, en það kemur alltaf sá tímapunktur sem maður getur ekki meir.”
„Ég get enn spilað 10, 15 eða 20 mínútur, kannski, en ég þarf ekki á því að halda. Mér leið alltaf eins og ég þyrfti að spila körfubolta. Á þessari stundu er það ekki mitt fyrsta val, ég vil heldur spila golf.
Toni Kukoc er 38 ára gamall framherji, fyrrverandi Króatískur landsliðamaður. Hann lék 12 ár í NBA, þar af 6 með Chicago þar sem hann vann 3 titla og 4 með Milwaukee, ásamt nokkuð með öðrum liðum.