spot_img
HomeFréttirNBA: Kobe sá yngsti til að skora 18.000 stig

NBA: Kobe sá yngsti til að skora 18.000 stig

06:00

{mosimage}

Kobe Bryant varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 18.000 stig á föstudagskvöld þegar Lakers töpuðu fyrir Charlotte í framlengingu, 106-97.

Hann var 28 ára og 156 daga þegar hann rauf múrinn og bætti met Wilt Chamberlains um 10 daga en hann var 28 ára og 166 daga gamall. Michael Jordan er þriðji í röðinni 28 ára og 359 daga gamall.

Líklegt er að Kobe Brynat rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta tímabili ef vel gengur og kæmist hann þá í hinn eftirsótta 20.000 klúbb en aðeins 30 leikmenn hafa náð því marki. Allen Iverson var sá síðasti til að komast í 20.000 stig en hann gerði það fyrr í mánuðinum.

Iverson í 20.000 stig

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -