11:18
{mosimage}
(Carter fór á kostum í leiknum í nótt)
Jason Kidd og Vince Carter náðu því ótrúlega afreki að vera báðir með tvöfalda þrennu í sama leiknum þegar New Jersey vann Washington 120-114 eftir framlengdan leik. Ekkert tvíeyki hefur afrekað þetta síðan Michael Jordan og Scottie Pippen gerðu þetta árið 1989.
Carter náði sinni þriðju tvöföldu þrennu á ferlinum en hann skoraði 46 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Jason Kidd var að ná sinni 86 tvöföldu þrennu en hann var með 10 stig, 16 fráköst og 18 stoðsendingar. Kidd vantaði aðeins einn tapaðan bolta til að ná tvöfaldri fernu.
Michael Jordan var með 41 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar á sínum tíma og Scottie Pippen var þá með 15 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.
Mynd: AP
[email protected]