13:13
{mosimage}
Kenyon Martin, framherji Denver Nuggets, verður væntanlega ekkert með í vetur eftir að aðgerð sem hann fór í í gær, leiddi í ljós mun alvarlegri áverka en fyrst var talið.
Fyrir uppskurðinn var talið að hann yrði aðeins frá í 4 eða 5 vikur en þegar hann var í aðgerðinni komu mun meiri skemmdir í ljós.
Hann mun missa af öllu tímabilinu 2006-07.
Martin hefur átt í töluverðum vandræðum með hnéið á sér en hann fór í aðgerð í maí 2005 vegna þess. Hann var að vonast til að þessi aðgerð myndi gera það að verkum að hann gæti spilað af fullri getu í vetur en hnéið hefur verið að plaga hann undanfarin tvö tímabil.
Þetta er mikið áfall fyrir Denver en Martin er öflugur leikmaður. Hann hefur átt í töluverðum vandræðum með samskipti við stjórnendur liðsins og í sumar var nafn hans oft nefnt þegar talað var um skipti.