09:53
{mosimage}
Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, hefur verið frá vinnu undanfarnar vikur eftir að hafa gengið undir aðgerð á mjöðm. Félagið gerir ráð fyrir að hann verði orðinn heill heilsu fyrir fyrsta leik sem verður gegn Phoenix 31. október.
Jackson hefur verið að koma til og kíkti hann reglulega á æfingar í síðustu viku. Hann hefur fylgst með æfingarleikjum liðsins í sjónvarpinu en Kurt Rambis, aðstoðarþjálfari, hefur stjórnað liðinu í fjarveru Jacksons.