spot_img
HomeFréttirNBA: Jackson hefur ekki áhuga á að þjálfa Indiana

NBA: Jackson hefur ekki áhuga á að þjálfa Indiana

18:20

{mosimage}
(Marc Jackson var einn besti leikstjórnandi NBA á sínum tíma)

Marc Jackson segist ekki hafa áhuga á að þjálfa Indiana næsta vetur enda hefur liðið eins og er of marga stjórnendur sem eru að reyna stjórna og endurmóta liðið.

”Þetta er ekki vanvirðing við Donnie eða Larry,” sagði Jackson en þeir eru stjórnendur félagsins. Hann telur að hann muni ekki fá það frjálsræði til að móta liðið eftir sínu höfðu og því gangi þetta ekki upp.

Indiana hafa verið að leyta að þjálfara síðan þeir sögðu Rick Carlisle upp í síðasta mánuði en árangur liðsins hefur verið undir væntingum. Félagið gerði stór skipti í vetur þar sem það sendi 3 leikmenn frá sér og fékk 4 í staðinn en það virtist litlu breyta.

Marc Jackson lék um tíma með liðinu þegar liðið var sem sterkast undir stjórn Larry Bird undir lok 10. áratugarins. Hann lék þó lengst af með New York Knicks og var m.a. valinn nýliði ársins 1988.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -