14:43
{mosimage}
(Allen rauf 20.000 múrinn)
Allen Iverson náði þeim magnað áfanga í nótt að rjúfa 20.000 stiga múrinn í NBA. Hann er sjötti fljótasti leikmaðurinn frá upphafi til að ná þessum áfanga en alls hafa 30 leikmenn afrekað þetta.
Hann rauf múrinn þegar 2:04 voru eftir af 2. leikhluta í sigri Denver á Seattle í nótt.
Í deildinni eru þrír leikmenn sem hafa skorað yfir 20.000 stig en það eru Shaquille O´Neal og Gary Payton ásamt Iverson. Eini leikmaðurinn sem á möguleika að komast á listann á þessu tímabili er Cliff Robinson, leikmaður New Jersey, en hann er með 19.471 stig.
Iverson hefur skorað 28.1 stig á ferlinum og er með þriðja hæsta meðalskor að Michael Jordan(30.1) og Wilt Chamberlain(30.1) undanskildum sem eru í 20.000 klúbbnum.