spot_img
HomeFréttirNBA: Iverson á förum frá 76ers

NBA: Iverson á förum frá 76ers

17:45 

{mosimage}

Allar líkur eru á því að stjörnubakvörðurinn Allen Iverson sé á leið frá Philadelphia 76ers en hann var valinn til liðsins fyrstur úr háskólavalinu í Bandaríkjunum árið 1996 og hefur leikið allar götur síðan með 76ers. Formaður félagsins, Ed Snider, sagði á föstudagskvöld að það væri nú kominn tími á að Iverson héldi sinn veg og hið sama gilti um félagið.

 

„Eins erfitt og það er verður það að viðurkennast að þessi breyting gæti verið það besta í stöðunni fyrir alla. Ég elska liðsfélaga mína og þessa borg og mig langaði til þess að leggja skóna á hilluna sem leikmaður 76ers,“ sagði Iverson en nokkuð víst þykir að svo verði ekki þar sem Iverson hefur beðið um að vera seldur til annars félags.

 

Forseti 76ers, Billy King og Maurice Cheeks, þjálfari liðsins, sögðu að Iverson hefði verið sendur heim fyrir leikinn gegn Wizards því hann hafi ekki mætt á æfingu daginn áður. 76ers töpuðu leiknum 113-98. King bætti því við að Iverson hefði beðið um lausn frá félaginu og það yrði ekki reynt að standa í vegi fyrir brottför Iverson.

 

Þolinmæði 76ers virðist endanlega á þrotum gegn Iverson en forsvarsmenn félagsins báðu hann um að mæta ekki í leik á dögunum og svo virðist sem að lítil sem engin hlýja sé á milli þjálfarans og leikmannsins.

 

Næsta víst er að slegist verður um Iverson en öll lið í deildinni gera sér grein fyrir því að nokkur böggull fylgir skammrifi í kaupum. Einkalíf leikmannsins hefur þótt nokkuð skrautlegt en með 33 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð er ekki ósennilegt að forsvarsmenn annarra félaga séu reiðubúnir til þess að horfa fram hjá því.

 

Sjá upprunalega frétt

Fréttir
- Auglýsing -