spot_img
HomeFréttirNBA: Hörð stöðubarátta í riðlunum

NBA: Hörð stöðubarátta í riðlunum

10:54 

{mosimage}

 

(Tröllið Shaq landaði tvennu í nótt) 

 

Miami Heat vann Toronto Raptors 92:89 í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Hörð stöðubarátta fer nú fram í mörgum af riðlunum þar sem liðin reyna að styrkja stöðu sína í úrslitakeppninni, sem framundan er. Með sigrinum komst Miami í 1. sæti í Suðausturriðli Austurdeildar og liðið hefur einnig unnið viðureignirnar við Toronto 2:1 og telst því hærra endi liðin með sama vinningshlutfall.

 

Shaquille O'Neal skoraði 16 stig og hirti 12 fráköst fyrir Miami en Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Toronto.

 

Úrslit annarra leikja voru þessi í nótt:

 

Detroit Pistons 100, Indiana Pacers 85
Charlotte Bobcats 122, Washington Wizards 102
Cleveland Cavaliers 101, Minnesota Timberwolves 88
Phoenix Suns 116, Memphis Grizzlies 111
San Antonio Spurs 110, Seattle SuperSonics 91
New Orleans Hornets 119, Milwaukee Bucks 101

 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -