spot_img
HomeFréttirNBA: Hættur eftir 12 tímabil

NBA: Hættur eftir 12 tímabil

14:40

{mosimage}
(Williamson að fagna titlinum árið 2004)

 

Framherjinn Corliss Williamson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá Arkansas Baptist College. Þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára hefur hann ákveðið að hætta að spila en hann lék með fjórum NBA-liðum og vann einn titil á 12 tímabilum.


Charles Ripley þjálfari Arkansas Baptist College sagði að hann væri mjög ánægður að fá Williamson til liðs við liðið. ,,Þetta eru stór tíðindi. Hann er þegar byrjaður að vinna með stóru leikmennina okkar. Hann hefur verið atvinnumaður og fær fulla athygli frá leikmönnum liðsins. Þeir eru mjög spenntir, þeir bíða spenntir eftir að fá að vinna með honum,” sagði Ripley um nýjasta þjálfarann í starfsliðið hans.

Williamson varð háskólameistari með Arkansas-háskólanum árið 1994 og NBA-meistari tíu árum seinna með Detroit Pistons. Á ferli sínum í NBA lék hann með Sacramento, Toronto, Detroit og Philadelphia. Hann lék 822 leiki á ferli sínum og skoraði 9.147 stig.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -