spot_img
HomeFréttirNBA: Garnett til Boston

NBA: Garnett til Boston

07:00

{mosimage}

Kevin Garnett er farinn til Boston Celtics í skiptum fyrir fimm leikmenn og tvo valrétti í 1. umferð nýliðavalsins 2009. Þetta eru stærstu skipti sögunnar og eru töluvert flókin. Samningur Kevin Garnetts er svo stór að til þess að geta fengið hann til sín þurftu félög að leggja mikið á sig. Ein af skilyrðum þess að samningur gengi í gegn var að Garnett myndi framlengja samning sinn en hann átti aðeins tvö ár eftir af fyrri samning sínum, $22 milljónir ánæsta ári, og hafði hann ákvæði um að segja honum upp næsta sumar. Hann ákvað að framlengja og verður hann hjá Boston út 2011-2012 leiktíðina.

Boston þurfti að láta alla efnilegustu leikmenn liðsins frá sér en til Minnesota fóru Al Jefferson, Gerald Green, Ryan Gomes, Theo Ratliff og Sebastian Telfair og valréttur Boston í fyrstu umferð nýliðavalsins 2009 ásamt því að Minnesota fékk til baka valrétt sem þeir höfðu áður skipt til Boston.

Kevin Garnett hafði neitað að fara fyrr í sumar til Boston en með tilkomu Ray Allens til félagins sá hann fram á að geta unnið titla í Boston.  [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -