spot_img
HomeFréttirNBA: Finley verður áfram hjá San Antonio

NBA: Finley verður áfram hjá San Antonio

19:00

{mosimage}

Michael Finley mun spila næsta tímabil með meisturum San Antonio. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og hafði ákvæði í honum sem gerði honum kleift að yfirgefa liðið fyrir 1.júlí. Nú hefur Finley ákveðið að virða samning sinn sem mun gefa honum $3.1 milljón á næsta ári.

Finley sagði að það hefði verið auðveld ákvörðun að vera áfram í Texas. ,,Upphaflega gerði ég þriggja ára samning þar sem síðasta árið væri val ef mér líkaði ekki veran hér. En mér líkar mjög vel í San Antonio og því verð ég áfram.”

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -