09:39
{mosimage}
(Stökkvélin Nate Robinson var bestur hjá Knicks í nótt en það dugði skammt)
Ben Gordon gerði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls burstaði New York Knicks 98-69 í NBA deildinni í nótt. Bulls unnu fyrsta leikhlutann 21-10 og leiddu allan leikinn. Nate Robinson var stigahæstur hjá Knicks með 24 stig en aðeins átta leikmenn Knicks voru á skýrslu í gær og má þess geta að Jamal Crawford og Stephon Marbury voru meiddir í gær.
Washington Wizards tapaði fyrir New Jersey Nets, 96:92 en þetta var fimmta tap liðsins í riðlakeppninni í röð en samt tryggði það sér sæti í úrslitakeppninni því Indiana Pacers tapaði í nótt fyrir Philadelphia 76ers, 90:86.
Úrslit annarra leikja voru þessi:
Atlanta 104, Boston 96
Charlotte 92, Miami 82
Sacramento 112, Memphis 100
New Orleans 103, L.A. Clippers 100
Mynd/Photo: AP