NY Knicks voru ekki í vandræðum með Sacramento Kings í nótt í Madison Square Garden. Knicks tóku leikinn strax í sínar hendur á fyrstu mínútu og sigruðu nokkuð örugglega 120:81.Demarcus Cousins, tröllið frá Kentucky háskólanum fór fyrir liði Sacramento með 25 stig en það voru JR Smith og Amare Stoudamire sem komu af bekknum og leiddu lið NYK í skorun með 25 stig (Smith) og 21 stig (Stoudamire) en alls fengu New York 82 stig af bekknum í þessum leik!!
Það var mikil reiði og sorg hér um árið þegar LeBron James yfirgaf Cleveland en á þessu tímabili hefur brúnin verið að lyftast á stuðningsmönnum liðsins því ný súperstjarna er hægt og bítandi að fæðast í treyju númer 2. Íslandsvinurinn (ef vin má kalla, setti 50+ á U18 landsliðið okkar) Kyrie Irving er að eiga svakalegt tímabil eftir að hafa komið tilbaka úr meiðslum. Hann er að setja 24 stig á leik og er að mörgum talinn einn af bestu leikstjórnendum deildarinnar og minnir óneitanlega á Allen Iverson (mínus attitude og húðflúr) þegar hann var uppá sitt besta. Í nótt tók hann leik sinna manna gegn efsta liðið deildarinnar, Oklahoma Thunder á herðar sínar og leiddi þá til 115:110 sigurs. Irving setti 35 stig í leiknum og mörg þeirra glæsileg eins og hægt er að sjá í svipmyndum frá leiknum hér að neðan. Að venju voru það Westbrook (28 stig) og Durant (32 stig, 11 fráköst) sem leiddu lið
FINAL
7:00 PM ET
CHI
93
ATL
76
24 | 19 | 26 | 24 |
|
|
|
|
17 | 27 | 16 | 16 |
93 |
76 |
CHI | ATL | |||
---|---|---|---|---|
P | Deng | 25 | Smith | 19 |
R | Gibson | 19 | Smith | 13 |
A | Robinson | 8 | Smith | 5 |
Game Stat | FG% | 3P% | FT% | REB | TO |
---|---|---|---|---|---|
CHI | 40.9 | 40 |
|