spot_img
HomeFréttirNBA: Dómari lét henda áhorfanda úr húsi

NBA: Dómari lét henda áhorfanda úr húsi

22:45

{mosimage}
(Vonandi þurfa íslenskir dómarar ekki að grípa
til sömu úrræða og kollegar þeirra í Ameríku)

Það eru ekki aðeins leikmenn í NBA-deildinni sem þurfa að hafa stjórn á skapi sínu. Í gærkvöldi lét einn dómari leiks New Jersey og Dallas henta út áhorfanda sem var með læti og dónaskap gagnvart dómurum leiksins.

Joey Crawford. sem er einn reyndasti dómari NBA-deildarinnar, missti þolinmæði sína gagnvart áhorfanda sem sat við völlinn nálægt varamennbekk heimaliðsins. Í þriðja leikhluta tók annað liðið leikhlé og þá ætlaði áhorfandinn inná völlinn. Við það kallaði Crawford á öryggisverði sem fylgdu manninum útúr húsi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -