19:11
{mosimage}
Tim Donaghy, fyrrverandi dómari í NBA deildinni hefur játað sig sekan um að hjálpa tveimur félögum sínum að veðja á leiki sem hann dæmdi sjálfur.
Donaghy veitti þeim trúnaðarupplýsingar eins og um líkamlegt ástand sérstakra leikmanna og hvaða dómarar myndu dæma hvaða leiki. Donaghy getur átt allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér, en búist er við vægari dómi vegna samstarfs hans við saksóknara í málinu. Donaghy hefur verið leystur úr haldi gegn tæplega 17 milljóna króna tryggingargjaldi.
Donaghy sagði upp sem dómari í NBA 9. júlí síðastliðinn en ellefu dögum seinna hafði FBI samband við forráðamenn NBA deildarinnar vegna gruns um að Donaghy hefði brotið af sér. Komið hefur fram að hann hafi fengið greiðslu félögum sínum þegar hann hafði bent þeim á úrslit sem reyndust rétt.
Saksóknarar segja hann hafa byrjað að veðja á eigin leiki fyrir fjórum árum. Donaghy hafði dæmt í NBA deildinni í 13 ár þegar hann hætti og hann þénaði 17,5 milljónir króna fyrir síðasta tímabilið sitt. www.visir.is Mynd: GettyImages